Skip to main content

Fréttir

Ársfundur og ársskýrsla Árnastofnunar

Hópur fólks í bogadregnum sætisröðum hlýðir á konu sem stendur við púlt.
Beeke Stegmann, rannsóknarlektor á menningarsviði, segir frá Alþjóðlega sumarskólanum í handritafræðum sem er 20 ára í ár.
SSJ

Árið var gert upp á ársfundi stofnunarinnar 12. september og ársskýrslan fyrir árið 2023 hefur verið gefin út. Til að sporna við pappírssóun er ársskýrslan birt rafrænt og ekki prentuð nema í mjög takmörkuðu upplagi.

Á síðu ársskýrslunnar má lesa aðfaraorð forstöðumanns og opna skýrsluna.

Hér getur að líta nokkrar myndir frá ársfundinum 12. september. Myndirnar tók Sigurður Stefán Jónsson, ljósmyndari á Árnastofnun.