Skip to main content

Fréttir

Orð ársins 2022: Innrás
Orð ársins 2022

Eitt af fjölmörgum verkefnum Árnastofnunar er Risamálheildin svokallaða. Hún inniheldur rúmlega 2.4 milljarð orða sem einkum eru fengin úr textum vef- og prentmiðla, af samfélagsmiðlum og úr opinberum skjölum. Með því að bera saman tíðni orða nýliðins árs og áranna á undan er hægt að kalla fram lista yfir ný orð eða orð sem komu mun oftar fyrir á liðnu ári en árin á undan. 

Gripla XXXIII er komin út

Gripla, alþjóðlegt ritrýnt ISI-tímarit Árnastofnunar um handrita-, bókmennta- og þjóðfræði, er komin út með tólf fræðiritgerðum (fjórum á íslensku og átta á ensku með ágripum á báðum málum) og útgáfum stuttra texta þar sem ýmist er horft til miðalda og jafnvel fornaldar eða handrita og texta frá því eftir siðbreytingu og allt fram á nítjándu öld.

Árleg evrópsk ritgerðarsamkeppni EFNIL

Samtökin EFNIL (European Federation of National Institutions for Language) standa árlega að evrópskri samkeppni þar sem höfundar MA-ritgerða geta keppt um peningaverðlaun. 

Ritgerðirnar eiga að vera innan efnissviðanna málnotkun, málstefna og margmála umhverfi. Ritgerðirnar geta snúist um hvaða tungumál sem er innan Evrópu, eitt eða fleiri. Ritgerðirnar mega vera skrifaðar á hvaða evrópskri þjóðtungu sem er (ritgerð á íslensku ætti sem sé jafna möguleika og ritgerð á t.d. ensku eða þýsku). 

Gæðaúttekt á Árnastofnun

Gæðaráð íslenskra háskóla hefur lokið fyrstu úttekt sinni á starfsemi Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Í úttektinni beinir Gæðaráðið sjónum að skipulagi og mannauði stofnunarinnar, rannsóknarstarfi, söfnum hennar og stafrænum gögnum og tengslum við samfélagið.

Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á degi íslenskrar tungu 2022

Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, veitti Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á degi íslenskrar tungu 16. nóvember. Bragi Valdimar Skúlason hlaut verðlaunin í ár við athöfn í Fellaskóla. Við sama tækifæri fengu Tungumálatöfrar sérstaka viðurkenningu á degi íslenskrar tungu.

Rökstuðning ráðgjafarnefndar ráðherra má sjá hér:

Bragi Valdimar Skúlason

Heimsókn frá franska sendiráðinu

Nýr sendiherra Frakklands á Íslandi, Guillaume Bazard, og Renaud Durville, menningarfulltrúi franska sendiráðsins, heimsóttu Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum á dögunum.