Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, kom í heimsókn í Eddu miðvikudaginn 30. október með menningarmálaráðherrum af Norðurlandaráðsþinginu: Annika Hambrudd frá Álandseyjum, Lubna Jaffery frá Noregi og Sari Multala frá Finnlandi.
Lilja sagði þeim frá miklum áhuga og stuðningi íslenskra stjórnvalda við helstu rannsóknasvið stofnunarinnar á sviði málfræði, máltækni, handrita og miðlunar, og sýndi samráðherrum sínum m.a. heildarútgáfur Íslendingasagna á Norðurlandamálunum, ensku og íslensku, fjögurra binda stórvirki Þormóðs Torfasonar frá 1711 Historia Rerum Norvegicarum um sögu Noregs sem hefur nýlega verið þýtt á norsku og fyrstu safnútgáfu íslenskra fornsagna og rímna: Nordiska kämpa dater sem kom út í Stokkhólmi 1737 með þýðingum á sænsku og latínu; hvort tveggja áhrifamikil verk á sínum tíma við að breiða út þekkingu á fornsögunum.