Skip to main content

Fréttir

Málþing um kynhlutlaust mál - Upptökur af fyrirlestrum

Undanfarin ár hefur skapast mikil umræða í íslensku samfélagi um kyn og hvernig félagslegar hugmyndir um kyn endurspeglast í íslensku máli, ekki síst frá málfræðilegu sjónarhorni. Þá hafa einnig orðið breytingar og tilbrigðum hefur fjölgað í notkun málfræðilegs kyns í máli fólks en æ fleiri málhafar reyna nú að færa mál sitt meira í átt til kynhlutlausara máls á einn eða annan hátt. Þessi þróun er að mestu leyti sprottin úr grasrótinni, enda tengist hún réttindabaráttu m.a.

Styrkir til orðabókarverkefna
Missing media item.

Á undanförnum tveimur árum hefur veforðabókin ISLEX (islex.is) stækkað um 5400 orð. Orðaforðinn kemur úr ýmsum áttum en áberandi eru orð úr heilbrigðismálum, umhverfismálum, ferðamálum og lífsstíl, s.s. matarorð. Dæmi um orð sem bæst hafa við eru augnaðgerð, gáttatif, hjarðónæmi, umhverfisvottun, kolefnisbinding, orkuskipti, vindorkuver, hleðslustöð, jöklaferð, útsýnisflug, matarmenning, andabringa, kókosolía, graskersfræ.

Byggingar og opið svæði við Sorbonneháskóla
Íslenskukennari við Sorbonne-háskóla í París

Staða íslenskukennara við Sorbonne-háskóla í París er laus til umsóknar. Ráðið verður í stöðuna frá og með 1. september 2022. Ráðning er tímabundin til tveggja ára með möguleika á endurráðningu til jafnlangs tíma. Krafist er MA-prófs í íslensku eða tengdum greinum. Æskilegt er að umsækjendur hafi lokið kennararéttindanámi og/eða hafi reynslu af því að kenna íslensku sem annað eða erlent mál. Kunnátta í frönsku er nauðsynleg. Nær eingöngu er um íslenskukennslu að ræða á BA-stigi en umsækjendur þurfa einnig að geta kennt íslenskar bókmenntir og fjallað um íslenskt samfélag.

Bandrúnir í innsiglum – Sumarstarf á Árnastofnun 

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum lýsir eftir háskólanema til að taka þátt í rannsókn á bandrúnum í íslenskum innsiglum frá 14. öld og síðar. Nemandinn mun hafa aðsetur á Árnastofnun og rýna þar í frumgögnin. Verkefnið verður unnið fyrir styrk úr Nýsköpunarsjóði námsmanna og miðast styrkurinn við þriggja mánaða vinnu í sumar. Markmiðið er að verkefninu ljúki með því að grein sé skrifuð og send til birtingar í fræðiriti. 

Verkefnastjóri verður Haukur Þorgeirsson rannsóknardósent. Meðleiðbeinandi er Guðrún Harðardóttir innsiglafræðingur.