Skip to main content

Fréttir

Rímnakveðskapur tíu kvæðamanna: Rannsókn á tilbrigðum

Þann 28. apríl kom út hjá Árnastofnun bók sem segir frá söfnun og rannsókn danska þjóðlagafræðingsins Svend Nielsens á kveðskap tíu kvæðamanna. Svend lýsir því í bókinni hvernig hann, Hallfreður Örn Eiríksson og Thorkild Knudsen leituðu víða um land að kvæðamönnum sem hefðu alist upp við kveðskap, kveðið sem ungir menn og gætu enn þá kveðið langa kafla úr rímum. Sem betur fer bar leitin árangur og nú, meira en 50 árum seinna, birtist greining á kveðskap tíu þeirra sem hljóðritaðir voru á árunum 1964–1971.

Miðar úr bókfelli sem ungir skrifarar hafa skreytt með stöfum og teikningum.
Fræðsluferð um miðaldahandrit lokið

Laugardaginn 9. apríl lauk fræðsluferð um miðaldahandrit á vegum framtaksins List fyrir alla. Arndís Þórarinsdóttir rithöfundur og Eva María Jónsdóttir, verkefnisstjóri á Árnastofnun, heimsóttu grunnskóla á Snæfellsnesi og í Borgarfirði og héldu einnig skrifarastofu í Amtsbókasafninu í Stykkishólmi.

Ferðin hófst með heimsókn í Laugagerðisskóla á mánudegi og lauk með skrifarasmiðju í miðaldastíl í Landnámssetrinu í Borgarnesi á laugardegi. Í millitíðinni komu þær við á Hellissandi, Ólafsvík, Grundarfirði, Stykkishólmi, Borgarnesi og á Kleppjárnsreykjum.

Íslensk-rússnesk orðabók á netinu

Í nokkur ár hefur verið aðgengileg á vef stofnunarinnar orðabók á milli íslensku og rússnesku. Um er að ræða Íslenzk-rússneska orðabók frá árinu 1962 sem samin er af Valéríj P. Bérkov með aðstoð Árna Böðvarssonar. Vefútgáfa bókarinnar er unnin í samstarfi Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum. Vinnan við verkið hófst sumarið 2016 eftir að styrkur til þess fékkst frá Nýsköpunarsjóði námsmanna og síðar fékkst styrkur frá sjóðnum Russkiy Mir.

Styrkir fyrir lokaverkefni

Í upphafi árs auglýsti Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum í fyrsta skipti styrki til háskólanema. Styrkirnir eru veittir vegna lokaverkefna sem byggjast að verulegu leyti á rannsóknum á frumgögnum stofnunarinnar, hvort sem er á orða- og málfarssöfnunum, örnefnasafninu, handritasafninu eða þjóðfræðisafninu. 

Fimm umsóknir bárust og hlutu eftirfarandi nemendur styrk:

Heimsókn frá Eistlandi

Þriðjudaginn 22. mars kom hópur frá eistnesku tungumálamiðstöðinni CELR (Center of Estonian Language Resources) í heimsókn á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Hópurinn kynnti sér starfsemi á sviði máltækni en fékk einnig kynningu á verkefnum málræktarsviðs og orðfræðisviðs, sem og almenna kynningu á starfsemi stofnunarinnar. 

Hefðbundið Hugvísindaþing

Hugvísindaþing verður haldið með hefðbundnu sniði 11. og 12. mars 2022.

Þingið er árviss ráðstefna Hugvísindastofnunar þar sem kynning fer fram á því helsta í fræðunum í málstofum ætluðum fræðasamfélaginu jafnt sem almenningi. Það var fyrst haldið árið 1996 og varð því 25 ára árið 2021. Það ár féll þó þingið niður vegna heimsfaraldurs.

Fjölmargir fræðimenn Árnastofnunar eru á meðal fyrirlesara og er fólk hvatt il þess að kynna sér dagskrána nánar hér.

Stuðningur við úkraínska vísinda- og fræðimenn

Fjöldamargar mennta- og vísindastofnanir um allan heim hafa tekið höndum saman til að styðja úkraínska vísinda- og fræðimenn. Framtakið heitir Science for Ukraine og felst þátttaka í því að bjóða úkraínskum vísindamönnum á flótta aðstoð og aðstöðu til rannsókna. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum tekur þátt í þessu framtaki og hefur nú þegar rétt tveimur fræðimönnum á flótta hjálparhönd. 

Heimasíða Science for Ukraine.

A World in Fragments

Út er komið greinasafnið A World in Fragments — Studies on the Encyclopedic Manuscript GKS 1812 4to. Í því eru 13 greinar sem allar snúast um alfræðihandritið GKS 1812 4to og það fjölbreytta efni sem það hefur að geyma, svo sem stjörnufræði, reikningslist, kort, tímatalsfræði og latínuglósur. Höfundar greinanna eru: Abdelmalek Bouzari, Bjarni V.

Frumkvöðlarnir á bak við TVÍK unnu Gulleggið 2022

 

Lokakeppni Gulleggsins, stærstu og elstu frumkvöðlakeppni Íslands á vegum Icelandic Startups, fór fram í hátíðarsal Grósku föstudaginn 4. febrúar. Gulleggið er frumkvöðlakeppni á hugmyndastigi sem haldin hefur verið af Icelandic Startups síðan 2008.