Skip to main content

Fréttir

Ráðstefnuritið Intelligent CALL, granular systems and learner data: short articles from EUROCALL 2022

Ráðstefnan EUROCALL 2022 var haldin dagana 17.–19. ágúst 2022 í Reykjavík sem rafrænn viðburður á netinu í samstarfi við Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum, Háskóla Íslands og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Þema ráðstefnunnar var tölvustutt tungumálanám byggt á gervigreind: gagnagreiningarkerfi og notendagögn. Með því að tvinna saman tungumálanám og gervigreind hefur skapast ný gerð tölvustudds tungumálanáms: tungumálanám með notkun gervigreindar (e. intelligent CALL). Ýmis máltæknitól eru þá notuð til að veita nemendum sjálfvirka endurgjöf, svo sem talgreining og umritun hljóðs í texta (e. text-to-speech). Máltæknitólin læra á hegðun og mistök nemenda en með hjálp þeirra verður til „vélrænt nám“. Þannig er nemendum gert kleift að takast á við námið á árangursríkan hátt með tæknilegri aðstoð. Í þessu sambandi er gjarnan vísað í hagræðingarferli (e. optimisation process) í tölvustuddu tungumálanámi. Ráðstefnuritið er í opnum aðgangi á netinu og inniheldur 66 ritrýndar fræðilegar greinar á ensku um rannsóknir á sviði tungumálakennslu með aðstoð tölva, þ. á m. greinar um tölvustutt nám í íslensku sem öðru máli, íslensku táknmáli (ÍTM) og forníslensku. Greinunum er raðað í stafrófsröð.

Hér má nálgast ritið.