Skip to main content

Fréttir

Haukur Þorgeirsson orðinn rannsóknarprófessor

Haukur Þorgeirsson hlaut framgang í starfi þann 20. desember síðastliðinn. Hann fór úr starfi rannsóknardósents í starf rannsóknarprófessors á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Haukur hefur skrifað mikið um bragfræði og kveðskap — sérstaklega rímur og dróttkvæði en líka eddukvæði. Hann hefur einnig stundað tölvustuddar mælingar á orðtíðni í íslenskum textum frá fyrri öldum og rannsakað Snorra-Eddu, textafræði og málsögu með því að bera saman texta rúnaristna og dróttkvæða. Hann hefur enn fremur setið í stjórnum fræðafélaga og verið ritstjóri Griplu og í ritstjórn Sónar.

Árnastofnun óskar Hauki til hamingju með framganginn.