Skip to main content

Fréttir

Jóhannes B. Sigtryggsson orðinn rannsóknardósent

Jóhannes B. Sigtryggsson fékk framgang í starfi þann 20. desember síðastliðinn. Hann fór úr starfi rannsóknarlektors í starf rannsóknardósents. Jóhannes lauk doktorsprófi í íslenskri málfræði 2011. Hann var ritstjóri Handbókar um íslensku (2011) og ritstýrir nú Íslenskri stafsetningarorðabók og Málfarsbankanum. Sem ritari Íslenskrar málnefndar 2011–2017 átti hann þátt í að semja drög að nýjum ritreglum (2016, 2018), og sér nú um vefsíðu ritreglnanna. Árið 2021 gaf hann út rit sitt Íslenska réttritun. Rannsóknir Jóhannesar hafa á síðustu árum beinst að sögu íslenskrar stafsetningar og máli á 18. og 19. öld.

Árnastofnun óskar Jóhannesi til hamingju með framganginn.