Saga, Chronicle, Romance er úrval fræðigreina eftir Robert Cook (1932–2011), fyrrverandi prófessor í ensku við Háskóla Íslands. Greinarnar eru flokkaðar í þrennt eftir efni og fræðasviði. Í fyrsta hluta er fjallað um Íslendingasögur og riddarasögur, í öðrum hluta um íslenskar bókmenntir frá árnýöld og í þriðja hluta um viðtökur franskra miðaldabókmennta. Háskólaútgáfan gefur út í samstarfi við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Ritstjórar eru Margrét Eggertsdóttir og Þórunn Sigurðardóttir.
Bókin er til sölu á vefsíðu Háskólaútgáfunnar og í Bóksölu stúdenta.