Skip to main content

Pistlar

19. júní 2018
Heilagur Plácitus — Elsta uppskrift dróttkvæðrar drápu

Drápa er sérlega veglegt dróttkvæði með einu eða fleiri stefjum (eins konar viðlagi sem skotið er inn með ákveðnu millibili). Í eldri dróttkvæðum (um 800 til um 1100), sem geymdust í munnmælum og aðeins eru nú til brot af, var drápa oftast lofkvæði um vígaferli einhvers höfðingja. Síðar fóru menn að yrkja drápur um heilaga karla og konur – eins og þennan Plácitus (St. Eustachius). Þessi kvæði hafa oft varðveist í heilu lagi og voru líklega til skráð alveg frá upphafi.

19. júní 2018
Úr biskupshúfu

Bókin 66 handrit úr fórum Árna Magnússonar er nýkomin út. Í henni er meðal annars þessi skemmtilegi pistill Peters Springborg um eitt þeirra handrita sem er að finna í Árnasafni í Kaupmannahöfn:

19. júní 2018
Sögubók af Ströndum

Í Árnasafni í Reykjavík er slitin skinnbók með dökkum og máðum síðum frá um 1500 sem ber safnmarkið AM 551 a 4to. Í bókinni eru fremst nokkrar línur úr Bárðar sögu Snæfellsáss, en svo koma Víglundar saga (bl. 1r–7v) og Grettis saga (bl. 7v–53r), en það eru eyður í báðum; bl. 53v er autt. Niðurlag Bárðar sögu nær aðeins yfir 16 línur á fremstu blaðsíðu en fremst í handritinu er ræma úr blaði inn við kjöl þar sem sjá má bókstafi í 32 línum á framhliðinni (á bl. 1r eru 43 línur).

19. júní 2018
Ærið gömul predikunarbók

Í Árnasafni í Reykjavík eru tvö samföst blöð (tvinn) með tveimur hómilíum sem bera safnmarkið AM 237 a fol. og eru talin skrifuð um 1150. „Er ur æred gamalle predikunar bok“ skrifar Árni Magnússon á seðil sem fylgir blöðunum. Hingað til hefur verið talið að þessi blöð séu elstu varðveittu blöðin með efni á norrænu og er margt sem bendir til að svo sé þótt það sé ekki ótvírætt. Blöðin eru úr stærra handriti sem hefur án efa verið eign kirkju þar sem önnur hómilían er predikun sem flytja skyldi á vígsludegi hennar (kirkjudegi).

19. júní 2018
Brot úr tvísöngsbók frá um 1500 (AM 687 b 4to)

Tvísöngur er iðulega talinn með merkari tónlistarhefðum Íslendinga fyrr á öldum. Þó hefur fátt varðveist af slíkum lögum í handritum frá því fyrir siðaskipti. Handritsbrotið AM 687 b 4to er með merkustu heimildum um slíkan söng þótt það sé smátt í sniðum, ekki nema tvö samföst blöð eða eitt tvinn í smáu broti, 16.8x11.4cm.