Skip to main content
Starfsfólk
Til baka
Guðvarður Már Gunnlaugsson

Guðvarður Már Gunnlaugsson

Menningarsvið
rannsóknarprófessor

Guðvarður Már Gunnlaugsson rannsóknarprófessor hefur starfað á Árnastofnun síðan 1992 og er sviðsstjóri menningarsviðs. Hann er í útgáfunefnd stofnunarinnar og hefur umsjón með öryggismálum Árnasafns. Félagi í Comité internationale paléographie latine (CIPL). Hefur mikla reynslu af félagsmálum og er nú varafulltrúi í háskólaráði.

Ritaskrá (IRIS)

Fyrri störf
Námsferill
Rannsóknir
Pistlar
Lektor í íslenskri málfræði (hagnýtri málfræði og móðurmálskennslu) við heimspekideild Háskóla Íslands 1991–1992.
Stundakennari við HÍ í íslensku fyrir erlenda stúdenta 1985 og íslensku flest ár 1992–2010 (hljóðkerfisfræði, textafræði, handritafræði og handritalestur).
B.A.-próf í íslensku með almenn málvísindi sem aukagrein frá Háskóla Íslands 1983.
Cand. mag.-próf í íslenskri málfræði frá Háskóla Íslands 1988.
Rannsóknarsvið: Íslensk skrift og þróun hennar; íslensk handrit; Konungsbók eddukvæða; íslensk málsaga; Grettis saga.
Ærið gömul predikunarbók

Í Árnasafni í Reykjavík eru tvö samföst blöð (tvinn) með tveimur hómilíum sem bera safnmarkið AM 237 a fol. og eru talin skrifuð um 1150. „Er ur æred gamalle predikunar bok“ skrifar Árni Magnússon á seðil sem fylgir blöðunum. Hingað til hefur verið talið að þessi blöð séu elstu varðveittu blöðin með efni á norrænu og er margt sem bendir til að svo sé þótt það sé ekki ótvírætt. Blöðin eru úr stærra handriti sem hefur án efa verið eign kirkju þar sem önnur hómilían er predikun sem flytja skyldi á vígsludegi hennar (kirkjudegi).

Fyrri störf

Lektor í íslenskri málfræði (hagnýtri málfræði og móðurmálskennslu) við heimspekideild Háskóla Íslands 1991–1992.
Stundakennari við HÍ í íslensku fyrir erlenda stúdenta 1985 og íslensku flest ár 1992–2010 (hljóðkerfisfræði, textafræði, handritafræði og handritalestur).

Námsferill

B.A.-próf í íslensku með almenn málvísindi sem aukagrein frá Háskóla Íslands 1983.
Cand. mag.-próf í íslenskri málfræði frá Háskóla Íslands 1988.

Rannsóknir

Rannsóknarsvið: Íslensk skrift og þróun hennar; íslensk handrit; Konungsbók eddukvæða; íslensk málsaga; Grettis saga.

Pistlar

Ærið gömul predikunarbók

Í Árnasafni í Reykjavík eru tvö samföst blöð (tvinn) með tveimur hómilíum sem bera safnmarkið AM 237 a fol. og eru talin skrifuð um 1150. „Er ur æred gamalle predikunar bok“ skrifar Árni Magnússon á seðil sem fylgir blöðunum. Hingað til hefur verið talið að þessi blöð séu elstu varðveittu blöðin með efni á norrænu og er margt sem bendir til að svo sé þótt það sé ekki ótvírætt. Blöðin eru úr stærra handriti sem hefur án efa verið eign kirkju þar sem önnur hómilían er predikun sem flytja skyldi á vígsludegi hennar (kirkjudegi).