Í viðtali við Guðrúnu Nordal, forstöðumann stofnunarinnar, í Víðsjá á Rás eitt í gær kom m.a. fram mikilvægi þess að hús yfir starfsemina rísi en upphaflega var áætlað að starfsemin sameinist í húsi íslenskra fræða árið 2011.
,,Þetta skiptir mjög miklu máli fyrir stofnunina til að þessi sýn sem var eiginlega grundvöllur sameiningarinnar [þegar fimm stofnanir voru sameinaðar í Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum haustið 2006] verði að veruleika. Ég held að allir vilji að það gerist en við vitum hvernig ástandið er svo að við sjáum bara hvaða mun gerast á næstu mánuðum."
Hlusta má á viðtalið á vef Ríkisútvarpsins:
Fréttir
„Þetta skiptir mjög miklu máli fyrir stofnunina“. Viðtal við Guðrúnu Nordal, forstöðumann
13. mars 2009