Skip to main content

Fréttir

Staða háskólakennara í íslensku í Vínarborg laus til umsóknar


Laus er til umsóknar tímabundin kennarastaða í íslensku í Vínarborg. Staðan verður veitt frá 1. september 2009.

Umsækjendur skulu hafa lokið M.A. prófi í norrænum fræðum. Æskilegt er að þeir hafi kennslureynslu, íslensku að móðurmáli og góða þýskukunnáttu.

Upplýsingar um kennsluskyldu og launakjör fást hjá Úlfari Bragasyni, rannsóknarprófessor, í síma 562 6050 eða á skrifstofu skorar norrænna mála við Vínarháskóla í síma (43) 1 4277-43051; netfang: ina.ritter [hjá] univie.ac.at

Umsóknir um starfið og ferilskrá skulu ritaðar á þýsku og berist Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, pósthólf 1220, 121 Reykjavík, ekki síðar en 20. mars 2009.