Guðrún Nordal, prófessor, tók við starfi forstöðumanns Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum þann 1. mars sl. Menntamálaráðherra skipaði Guðrúnu í embættið til 5 ára að fenginni umsögn dómnefndar stofnunarinnar um prófessorshæfi umsækjenda og stjórnar stofnunarinnar.
Vésteinn Ólason, fráfarandi forstöðumaður, gegndi embættinu frá upphafi stofnunarinnar, september 2006, en Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum varð þá til við sameiningu fimm stofnana í íslenskum fræðum. Vésteinn er kominn á eftirlaun.