Skip to main content

Fréttir

Menningarverðlaun DV veitt


Menningarverðlaun DV voru afhent í gær. Verðlaunin, sem voru veitt í átta flokkum - bókmenntum, byggingarlist, fræðum, hönnun, kvikmyndalist, leiklist, myndlist og tónlist -, eru fyrir framúrskarandi árangur á listasviðinu á síðastliðnu ári.

Í fræðaflokknum áttust við öflugir keppinautar. Þar voru Guðrún Ása Grímsdóttir, rannsóknarprófessor á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, fyrir útgáfu sína á Ættartölusafnrit séra Þórðar Jónssonar í Hítardal I-II, Guðmundur Eggertsson, fyrrum prófessor, fyrir bók sína um uppruna lífsins, Halldór Björnsson, sérfræðingur á Veðurstofu, fyrir bók sína um gróðuhúsaáhrif, Kristmundur Bjarnason fyrir ævisögu sína um Grím Jónsson amtmann og Þorvaldur Gylfason, hagfræðingur, fyrir skrif sín um hagfræði og efnahagsmál undanfarin ár.

Þorvaldur Gylfason, hagfræðingur, fékk menningarverðlaunin í ár í þessum flokki fyrir skrif sín um hagfræði og efnahagsmál undanfarin ár.