Ráðstefna um Vínland í Chicaco
Alþjóðleg ráðstefna um Vínland verður haldin í Chicago 15.-17. október.
NánarAlþjóðleg ráðstefna um Vínland verður haldin í Chicago 15.-17. október.
NánarÞórbergssetur og Háskólasetrið á Höfn standa fyrir málþingi helgina 2.-3. október sem ber yfirskriftina: „Landnám norrænna og keltneskra þjóða á Suðausturlandi“. Málþingið er styrkt af menningarráði Austurlands og atvinnu- og rannsóknarsjóði Hornafjarðar og hefst á laugardagsmorgun 2. október og lýkur síðdegis á sunnudeginum.
NánarStarfsmenn Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum gefa til gamans út fjölrituð smárit til heiðurs samstarfsmönnum sínum og öðrum kollegum er þeir eiga merkisafmæli.
NánarDagana 7.-9. október verður haldin alþjóðleg ráðstefna um félagsmálvísindi, textasöfn og gagnagrunna. Málvísindastofnun Háskólans stendur að ráðstefnunni í samvinnu við tvö norræn rannsóknanet.
NánarÁ heimasíðu stúdenta við Háskóla Íslands er liður nefndur „Háskólaumræðan“. Þessa vikuna má hlýða á umfjöllun um Icelandic Online þar sem nemendur segja m.a. frá reynslu sinni af notkun vefnámskeiðsins:
NánarÞjóðarspegillinn, árleg ráðstefna félagsvísindanna í Háskóla Íslands, er föstudaginn 29. október. Á milli klukkan 11-17 verða þrjár málstofur í þjóðfræði með fyrirlestrum sem kynna nýjustu rannsóknir í faginu (í stofu 201 í Odda).
NánarAnnar fyrirlestur Máltækniseturs á þessum vetri verður haldinn í stofu 201 í Árnagarði þriðjudaginn 2. nóvember kl. 12:00-13:00. Fyrirlesarar eru Kristín Bjarnadóttir rannsóknarlektor og Jón Friðrik Daðason tölvunarfræðinemi og nefnist erindi þeirra „Leiðrétting á ljóslesnum textum“.
NánarDanir auglýsa doktorsstöðu innan verkefnisins ,,Dansk Editionshistorie". Eitt af undirsviðunum er rannsókn á útgáfum miðaldatexta (danskra og vestnorrænna). Hér gæti verið tækifæri fyrir þann sem vill t.d. rannsaka Jón Sigurðsson eða Konráð Gíslason. Umsjónarfrestur rennur út 10. nóvember kl. 12.00.
Nánar