Skip to main content

Fréttir

Út er komin bókin Vel trúi ég þessu! sem geymir tólf munnmælasögur með myndum eftir tólf teiknara

Bókin ásamt geisladiski eru gefin út af Bókaútgáfunni Æskunni og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Sögurnar eru úr þjóðfræðasafni stofnunarinnar, flestar teknar upp á sjöunda áratug síðustu aldar og sagðar af íslensku sagnafólki. Hver sagnamaður segir söguna á sinn sérstaka hátt og eins hafa teiknararnir sín sérkenni. Sumir kjósa að draga fram hið hlýja og mannlega í sögunum en aðrir velja að sýna gamansemina, hryllinginn eða groddalega afþreyinguna sem margar sögurnar bera með sér. Útgáfan er gerð þannig úr garði að annað hvort er hægt að lesa sögurnar eða hlusta á þær sagðar um leið og myndirnar eru skoðaðar.

Eftirtaldir listamenn hafa myndskreytt sögurnar: Ragnheiður Gestsdóttir, Gunnar Karlsson, Freydís Kristjánsdóttir, Þórarinn Böðvar Leifsson, Brian Pilkington, Halla Sólveig Þorgeirsdóttir, Margrét E. Laxness, Áslaug Jónsdóttir, Sigrún Eldjárn, Kristín Ragna Gunnarsdóttir, Halldór Baldursson, Anna Cynthia Leplar.

Umsjón með útgáfunni höfðu Áslaug Jónsdóttir, Halla Sólveig Þorgeirsdóttir, Halldór Baldursson og Rósa Þorsteinsdóttir.