Ráðstefna um Vínland í Chicaco í október
Alþjóðleg ráðstefna um Vínland verður haldin í Chicago 15.-17. október.
NánarAlþjóðleg ráðstefna um Vínland verður haldin í Chicago 15.-17. október.
NánarMikill áhugi er hjá landsmönnum á nafngift nýrrar eldstöðvar neðan Fimmvörðuháls. Menntamálaráðherra hefur nú staðfest hver ákveður nafnið á hinu nýja kennileiti. Þrír opinberir aðilar hafa með örnefni að gera samkvæmt lögum: Landmælingar Íslands, nafnfræðisvið Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og örnefnanefnd.
Nánar12. hefti tímaritsins Orð og tunga var að koma út. Í heftinu eru fimm greinar tengdar þema þess, "Nafnfræði í brennidepli". Þær fjalla allar um örnefni eða önnur staðaheiti frá ýmsum sjónarhornum. Höfundar eru Ari Páll Kristinsson, Guðrún Kvaran, Hallgrímur J. Ámundason, Svavar Sigmundsson og Torfi Hjartarson.
NánarSkýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna 2008 og tengda atburði er komin í Textasafn Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum: www.lexis.hi.is/corpus
NánarMennta- og menningarmálaráðherra opnaði www.handrit.is á ársfundi Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum á Hótel Sögu, 21. apríl 2010.
NánarÁrsskýrsla Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum fyrir árið 2009 - styttri útgáfa - er komin út á rafrænu formi. Hún hefur að geyma yfirlit yfir starfsemi stofnunarinnar og rekstrarreikning. Skýrsluna má opna hér á síðunni. Ársskýrslan í heild sinni birtist á næstu dögum.
NánarÍslenskir þýðendur njóta augnabliksins í sólinni er fyrirsögnin á grein sem birtist á heimasíðu the Wall Street Journal. „Vantar þýðendur úr íslensku á ensku—næg vinna!“. Þeir sem skilja þessa setningu ættu ekki að vera í vandræðum með að fá vinnu á Íslandi samkvæmt því sem fram kemur í greininni.
NánarStofnunin gefur út fréttabréf á ensku til að miðla upplýsingum um kennslu og rannsóknir í fornnorrænum og íslenskum fræðum, ráðstefnur og fundi, bækur og tímarit. Það kemur að jafnaði út tvisvar á ári og flytur fréttir bæði frá Íslandi og öðrum löndum.
Nánar