Skip to main content

Fréttir

Málstofu frestað

Málstofu Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum sem vera átti föstudaginn 23. nóvember hefur verið frestað vegna árekstra við aðra viðburði.

Gunnlaugur Ingólfsson mun flytja fyrirhugað erindi sitt ,,Tvær ritgjörðir eftir Sveinbjörn Egilsson" í málstofu föstudaginn 4. janúar 2008 kl. 15:00.

Minnt er á viðburði á vegum stofnunarinnar í desember:

  • 1. desember verður haldið málþing í Reykholti undir yfirskriftinni Arfur og endurnýjun: hvað býr í íslenskum orðaforða? og er það heiðrað minningu Jakobs Benediktssonar
  • 6.-7. desember verður haldið málþing um íslenskan tónlistararf í handritum og á segulböndum sem verður nánar auglýst síðar