Nýtt rit: Specimen Lexici Runici
Út er komið ritið Specimen Lexici Runici á vegum Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Viking Society for Northern Research. Þetta er fimmta ritið í ritröðinni Orðfræðirit fyrri alda.
NánarÚt er komið ritið Specimen Lexici Runici á vegum Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Viking Society for Northern Research. Þetta er fimmta ritið í ritröðinni Orðfræðirit fyrri alda.
NánarÁrni Magnússon gekk að eiga Mette Jensdatter Fischer 16. maí árið 1709. Árni var þá 45 ára en kona hans var 19 árum eldri en hann. Mette var dönsk ekkja eftir konunglegan söðlasmið, Hans Wichmand að nafni, sem látist hafði 1707 og höfðu þau hjón búið við torgið hjá konungshöllinni.
NánarÞann 7. júní heimsækja nemendur á sumarnámskeiði í Háskólanum í Manitoba Ísland. Þeir munu taka þátt í fyrirlestrum um sögu og náttúru á alþjóðlegu sumarnámskeiði í nútímaíslensku sem haldið er árlega hér á landi á vegum stofnunarinnar og Háskóla Íslands.
NánarÍslensk stjórnvöld styðja nú kennslu í nútímaíslensku við fimmtán háskóla í Evrópulöndum, við Manitobaháskóla, Bejingháskóla erlendra tungumála og Wasedaháskóla í Tókýó. Árlegur fundur íslenskukennara, sem starfa við háskóla erlendis, verður haldinn við University College London og Cambridgeháskóla dagana 28. og 29. maí nk.
NánarÍslex er orðabókarverk sem er unnið á vegum stofnunarinnar í samstarfi við stofnanir á Norðurlöndum. Orðabókin á að nýtast öllum sem þurfa á íslensk-norrænum orðabókum að halda og er ætluð til birtingar á vefnum. Þórdís Úlfarsdóttir og Halldóra Jónsdóttir stýra verkefninu hér á landi.
NánarHandrit eru nú aftur til sýnis á handritasýningu stofnunarinnar í Þjóðmenningarhúsinu. Vegna viðgerða og endurbóta á handritaskáp og sýningarherbergi þurfti að fjarlægja þau tímabundið þótt sýningin hafi að öðru leyti verið opin gestum.
NánarMennta- og menningarmálaráðherra Færeyja, Helena Dam á Neystabø, kom 4. júní til Íslands í heimsókn. Ráðherrann þingaði í mennta- og menningarmálaráðuneytinu þar sem greinilega kom fram mikill samstarfsvilji Færeyinga í málefnum vísinda, skóla og menningar.
NánarForseti Eistlands, Toomas Hendrik Ilves, og eiginkona hans, frú Evelin Ilves, voru í opinberri heimsókn á Íslandi 10. og 11. júní í boði forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar. Forsetarnir heimsóttu Þjóðmenningarhúsið, þar sem Markús Örn Antonsson forstöðumaður tók á móti þeim.
Nánar