Á vef Árnastofnunar er nú boðið upp á nýjan möguleika til að auðvelda fólki utan stofnunarinnar að finna fræðimenn á tilteknu sviði. Leitin byggist á lykilorðum sem lýsa sérþekkingu hvers fræðimanns á stofnuninni.
Dæmi: Til að finna handritafræðing má smella á lykilorðið handritafræði eða þrengja leitina með því að notast við lykilorð á borð við handritagerð, handrit Njáls sögu eða handritaskráningu.