Óskað er eftir umsóknum um starf safnkennara í Eddu. Safnkennari sinnir leiðsögn, miðlun og fræðslu til barna og ungmenna um handritasýningu sem opnuð verður í Eddu í nóvember. Safnkennari er tengiliður stofnunarinnar við skóla, heldur utan um smiðjur og námskeiðahald og annað sem snýr að ungum safngestum.
Leitað er að jákvæðum, hugmyndaríkum og öflugum einstaklingi. Viðkomandi þarf að sýna frumkvæði, geta unnið sjálfstætt og sýnt sveigjanleika í starfi. Einnig þarf hann að búa yfir hæfni til að miðla til ólíkra hópa, hrífa með sér gesti og skapa þannig eftirminnilega stund í Eddu.
Helstu verkefni og ábyrgð
-
Skipulagning og móttaka skólahópa.
-
Umsjón með skipulagi og þróun fræðsluefnis.
-
Þátttaka í þróun og framkvæmd fræðsludagskrár.
-
Þátttaka í teymisvinnu um kynningarstarf Árnastofnunar.
Menntunar- og hæfniskröfur
-
Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
-
Próf í kennslufræðum er nauðsynlegt.
-
Reynsla af kennslu og miðlun verkefna.
-
Mjög góð íslensku- og enskukunnátta.
-
Sveigjanleiki og færni í mannlegum samskiptum.
-
Hugmyndaauðgi og sjálfstæði í starfi.
-
Hafa góða þekkingu á samfélagsmiðlum.
Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara hafa gert.
Um er að ræða fjölbreytt starf á spennandi vinnustað. Viðkomandi þyrfti að geta hafið störf 1. október 2024.
Starfshlutfall er 50–100%.
Umsóknarfrestur er til og með 8. júlí 2024.
Nánari upplýsingar veitir Ingibjörg Þórisdóttir, ingibjorg.thorisdottir@arnastofnun.is. Sími: 822 9422.