Skip to main content

Fréttir

Árlegur sumarskóli í íslenskri tungu og menningu haldinn í 38. sinn

Mánudaginn 1. júlí hófst alþjóðlegur sumarskóli í íslenskri tungu og menningu og stóð yfir í fjórar vikur. Þetta var í þrítugasta og áttunda sinn sem slíkur skóli hefur verið skipulagður í samstarfi við Hugvísindasvið Háskóla Íslands. Í ár komu 30 nemendur víðs vegar að úr heiminum sérstaklega til landsins til að læra íslenska tungu og fræðast um íslenska menningu, sögu, bókmenntir, samfélag og jarðfræði Íslands.