Skip to main content

Fréttir

Lausar stöður: fjármálastjóri og sérfræðingur í fjármáladeild

Árnastofnun óskar eftir að ráða fjármálastjóra og sérfræðing í fjármáladeild.

Fram undan eru miklar breytingar hjá stofnuninni og er leitað að öflugum, drífandi og framsæknum einstaklingum sem hafa metnað og vilja til að takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni á líflegum vinnustað í húsi íslenskunnar. Við ráðningar í störf hjá Árnastofnun er tekið mið af jafnréttisstefnu stofnunarinnar.

 

Laus staða: bókasafns- og upplýsingafræðingur

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum óskar eftir að ráða bókasafns- og upplýsingafræðing í fullt starf á bókasafn stofnunarinnar. 
Safnið er sérfræði- og rannsóknarbókasafn á sviði íslenskra fræða og er einkum ætlað sérfræðingum stofnunarinnar, kennurum í íslenskum fræðum, doktorsnemum og rannsakendum á fræðasviðinu. 

Myndband. Flateyjarbók: forn og ný

 

Málþingið Flateyjarbók: forn og ný var haldið 10. febrúar 2023.

 

Dagskrá

0:00:00 Johnny Finnssøn Lindholm orðabókarritstjóri: "The noblest treasure of northern literature". A tour through the history of Flateyjarbók in Denmark

0:21:30 Vasarė Rastonis forvörður: Flateyjarbók at present

0:49:22 Ketill Guðfinnsson trésmiður: Um þátt trételgju af Hornströndum í viðgerð Flateyjarbókar