Skip to main content

Fréttir

Fyrsta sýningarhelgi gekk framar vonum

Yfirlit í sýningarsal. Stórir glerkassar ofan á hvítum borðum. Inni í glerkössum eru græn box sem ramma inn gömul handrit. Fjær er langur veggur sem á eru myndir af landslagi, plöntugróðri og fljúgandi hrafni. Myndirnar ná frá gólfi upp í loft.
Christopher Lund

Fjölmargir mættu á fyrstu sýningarhelgi sýningarinnar Heimur í orðum í Eddu. Á annað þúsund gestir lögðu leið sína í Eddu til að sjá íslenska handritaarfinn. Þegar sýningin var opnuð almenningi laugardaginn 16. nóvember kl. 14 var tekið á móti gestum með lúðrablæstri sem setti hátíðlegan svip á opnunina. Boðið var upp á barnasmiðju báða dagana og teiknuðu ungir gestir hin fornu goð hver með sínum hætti.

Sýningin er opin alla daga nema mánudaga kl. 10–17.

Frekari upplýsingar og fróðleik er að finna á vefsíðu sýningarinnar.