Höfuðhandrit eddukvæða, GKS 2365 4to, Konungsbók, frá um 1270, er nú aðgengilegt í nýrri röð rafrænna textaútgáfna, Editiones Arnamagnæanæ Electronicæ, á vegum Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Árnasafns í Kaupmannahöfn. Guðvarður Már Gunnlaugsson, Haraldur Bernharðsson og Vésteinn Ólason standa að þessari útgáfu Konungsbókar eddukvæða en árið 2019 kom út prentuð bók sem er hluti af sama útgáfuverkefni.
Í þessari rafrænu útgáfu er hægt að skoða ljósmyndir af sérhverri síðu handritsins og nákvæma uppskrift textans. Enn fremur fylgir málfræðigreining hverju orði og lemmaður orðstöðulykill. Rafræna útgáfan mun því ekki síst nýtast sem verkfæri við frekari rannsóknir á texta kvæðanna í handritinu.
Hér má sjá vefsíðuna: Editiones Arnamagnæanæ Electronicæ.