Skip to main content

Fréttir

Viltu gerast vinur Árnastofnunar?

Sigurður St. Jónsson

Vinir Árnastofnunar blása til nýrrar sóknar nú þegar starfsemi stofnunarinnar hefur verið flutt í Eddu sem er glæsileg umgjörð um viðburði og samverustundir.

Handritasýningin Heimur í orðum var opnuð í Eddu 16. nóvember. Okkur langar að benda á sérstök afsláttarkjör á nýrri sýningu fyrir félaga í Vinum Árnastofnunar:

Aðgangur að sýningu 1200 kr. (almennt verð 2500 kr.)
20% afsláttur af útgáfubókum stofnunarinnar.
10% afsláttur af öllum vörum í safnverslun nema bókum frá öðrum forlögum.

Fimmtudaginn 16. janúar 2025 verður haldinn sérstakur viðburður fyrir Vini Árnastofnunar í Eddu. Guðrún Nordal forstöðumaður tekur á móti gestum og fræðimaður mun segja frá handritasýningunni Heimur í orðum. Dagskráin hefst kl. 17 og eru félagar í vinafélaginu hvattir til að taka með sér gesti.

Aðalfundur Vinafélags Árnastofnunar verður haldinn í fyrirlestrasal Eddu 13. febrúar kl. 17. Nánar auglýst síðar.

Ef þú vilt gerast vinur Árnastofnunar er hægt að gera það með því að senda nafn og kennitölu í tölvupósti til Ingibjargar Þórisdóttur, ingibjorg.thorisdottir@arnastofnun.is.