Málfregnir vefrit Íslenskrar málnefndar er komið út.
Í ritinu má meðal annars finna:
- erindi frá málþingi sem haldið var 17. október í tilefni 60 ára afmælis Íslenskrar málnefndar í sumar,
- stefnuskrá Íslenskrar málnefndar fyrir árin 2024–2027,
- yfirlýsingu um norræna málstefnu,
- grein um samstarf norrænna málnefnda.
Meginefni ritsins eru erindi sem flutt hafa verið á árlegum málræktarþingum Íslenskrar málnefndar ásamt stökum greinum og efni til fróðleiks. Eldri árganga má finna á Tímarit.is.