Skip to main content

Fréttir

Úthlutun úr Rannsóknasjóði Rannís

Stjórn Rannsóknasjóðs Rannís hefur lokið við úthlutun til nýrra rannsóknaverkefna fyrir árið 2014. Úthlutað var um 598 milljónum króna. 274 umsóknir bárust í Rannsóknasjóð að þessu sinni og voru 67 þeirra styrktar. Tvö verkefni sem unnin verða í samstarfi við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum hlutu styrk.

Fréttabréf 1/2014

Stofnunin gefur út rafrænt fréttabréf til að miðla upplýsingum um starf stofnunarinnar, nýjar útgáfur, fyrirlestra, rannsóknarverkefni, viðburði og fleira. Fyrsta tölublað ársins 2014 hefur verið sent þeim sem stofnunin hefur á netfangaskrá sinni. Aðrir geta lesið fréttabréfið á vef stofnunarinnar eða gerst áskrifendur og fengið fréttabréfið sent mánaðarlega í tölvupósti.

Glíman við orðin

Glíman við orðin er úrval ritgerða eftir Guðrúnu Kvaran. Í bókinni eru nítján greinar sem sýna fjölbreytt viðfangsefni Guðrúnar: orðfræði, orðsifjar, nafnfræði, biblíumál og sögu íslenskrar málfræði. Að bókarlokum er ritaskrá höfundar.