Skip to main content

Fréttir

Ragnarök í kvöld

Hannesarholt við Grundarstíg 10.

 

Rannsóknarkvöld Félags íslenskra fræða verður í Hljóðbergi í Hannesarholti í kvöld, 2. apríl, kl. 20. Þá mun Kolfinna Jónatansdóttir flytja fyrirlesturinn „Ragnarök“.

Í Gylfaginningu og Völuspá eru einu heildstæðu frásagnirnar um ragnarök sem við þekkjum. Til eru aðrar miðaldaheimildir þar sem minnst er á ragnarök og önnur heimsslitafræðileg þemu. Í fyrirlestrinum verður fjallað um þær lýsingar sem brugðið er upp af ragnarökum og tengdum atburðum í Gylfaginningu, Völuspá og öðrum heimildum. Rætt verður hvort hægt sé að finna heildstæða mynd af ragnarökum og hvaða hlutverki þau gegna í heimsmynd miðalda.

Kolfinna lauk MA prófi í íslenskum bókmenntum frá HÍ 2008. Hún er nú doktorsnemi í íslenskum bókmenntum við HÍ og fjallar doktorsrannsókn hennar um ragnarök og heimsslitafræði.