Skip to main content

Fréttir

Icelandic Online 5 opnað

Þriðjudaginn 10. desember kl. 16 verður nýju vefnámskeiði, Icelandic Online 5, hleypt af stokkunum. Um er að ræða námskeið fyrir lengra komna nemendur með höfuðáherslu á flóknari orðaforða og menningarlæsi. Opnunin verður í nýja salnum á Háskólatorgi og verður boðið upp á léttar veitingar.

Ný sýnisbók handrita: 66 handrit úr fórum Árna Magnússonar
(Fréttatilkynning frá Bókaútgáfunni Opnu 13.11.2013)

 

MEÐ BÆKUR Á HEILANUM

Í dag kemur út bókin 66 handrit úr fórum Árna Magnússonar, sem gefin er út í tilefni þess að 350 ár eru liðin frá fæðingu hins stórtæka bókasafnara, Árna Magnússonar. Lesendum gefst kostur á að kynnast þeirri fjölskrúðugu auðlegð sem Árni bjargaði frá glötun á sínum tíma. Gersemarnar hafa fram til þessa verið lítt aðgengilegar almenningi. Alls eru um 3000 handrit í safninu frá miðöldum og síðari öldum.[Mynd 1]