Ráðstefnan Empathy in language, literature and society (Samlíðan í máli, bókmenntum og samfélagi) verður haldin í Háskóla Íslands dagana 4.-6. apríl. Tilgangurinn er að beita aðferðum bókmenntafræði, málfræði og sálfræði til að varpa ljósi á ýmsa þætti samlíðanar sem enn á eftir að skoða eða menn eru ekki á einu máli um. Alls verða fyrirlestrar á þriðja tug og efni þeirra mjög fjölbreytt en Úlfar Bragason, rannsóknarprófessor á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, flytur erindið ,,Empathy as the origin of Íslendinga saga by Sturla Þórðarson". Lykilfyrirlesarar á ráðstefnunni eru Dirk Geeraerts, prófessor í málvísindum, Háskólanum í Leuven, og Suzanne Keen, prófessor í ensku, Washington og Lee háskólanum.
Menn geta fræðst nánar um ráðstefnuna á vef hennar http://conference.hi.is/empathy/