Skip to main content

Fréttir

Miðaldastofa: Fornir norrænir textar búnir til útgáfu

Árnagarður.

 

Fornir norrænir textar búnir til útgáfu
Fimmtudaginn 27. mars 2014 kl. 16.30
Árnagarði 311

Í norrænum fræðum er brýnt að hafa nákvæmar útgáfur á miðaldatextum. Enda þótt aðferðir við fræðilega útgáfu fornra texta standi á gömlum merg koma jafnan upp ný álitamál. Mikil bylting hefur líka orðið í útgáfutækni á undanförnum árum með örri þróun tölvutækninnar. Miðaldastofa hefur kallað til tvo kunna fræðimenn á sviði norrænnar fílólógíu, Odd Einar Haugen, prófessor við Björgvinjarháskóla, og Alex Speed Kjeldsen, nýdoktor við Kaupmannahafnarháskóla, og munu þeir ræða ólíkar hliðar á útgáfu fornra norrænna texta.

Nánari upplýsingar um erindin (á ensku).