Skip to main content

Fréttir

Félag um átjándu aldar fræði

Í  tilefni af tuttugu ára afmæli sínu heldur Félag um átjándu aldar fræði málþing og afmælishóf laugardaginn 5. apríl 2014 í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu í sal á 2. hæð sem áður var lestrarsalur Landsbókasafns Íslands.

Málþingið hefst kl. 13.30 en afmælishófinu lýkur um kl. 16.30.

Dagskrá verður sem hér segir:

Ávarp
Gunnar Þór Bjarnason, formaður félagsins

Átjánda öldin: Evrópa sækir Ísland heim
Anna Agnarsdóttir, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands

Stutt hlé

Söngfróð sálmaskáld: Hverjir ortu sálmana sem eru við nótur í 17. og 18. aldar handritum?
Guðrún Laufey Guðmundsdóttir, verkefnisstjóri við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

„Minn munnur syngur“
Spilmenn Ríkínis flytja íslenska tónlist frá 17. og 18. öld

Að loknum tónlistarflutningi hefst afmælishófið. Léttar veigar og aðrar veitingar eru í boði félagsins.

Allir velkomnir, félagsmenn sem og aðrir.

Félag um átjándu aldar fræði, veffang: http://fraedi.is/18.oldin/