Út er komið ritið Saltari, stilltur og sleginn Svanhildi Óskarsdóttur fimmtugri 13. mars 2014. Í ritinu eru yfir 50 stuttar en bráðskemmtilegar greinar Svanhildi til heiðurs.
Útgefandi er Menningar- og minningarsjóður Mette Magnussen sem starfsmenn Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum hafa umsjón með og gefa út til gamans fjölrituð smárit til heiðurs samstarfsmönnum sínum og öðrum kollegum er þeir eiga merkisafmæli.
Umsjón með útgáfunni höfðu Guðvarður Már Gunnlaugsson, Margrét Eggertsdóttir og Þórunn Sigurðardóttir.
Ritið fæst á stofnuninni í Árnagarði og kostar 2.500 krónur.