Skip to main content

Fréttir

Þingkall: Ráðstefna um íslenskar fornbókmenntir í mars

Alþjóðleg ráðstefna: Time, Space and Narrative in Medieval Icelandic Literature 
Háskóli Íslands/Norræna húsið
17.-18. mars 2017
Þingkall

 

Auglýst er eftir tillögum að fyrirlestrum fyrir alþjóðlega ráðstefnu – „Time, Space and Narrative in Medieval Icelandic Literature“ – sem verður haldin 17.–18. mars 2017. Frestur til að skila inn tillögum á rafrænu formi er til og með 1. október 2016 en þær skal senda á netfangið tht@hi.is.

Sögudagur á Sturlungaslóð

Hinn árlegi sögudagur á Sturlungaslóð verður laugardaginn 13. ágúst.

Í ár verður gestum og gangandi boðið í Geldingaholt þar sem Oddur Þórarinsson varðist frækilega eins og segir í Sturlungu. Það er Helgi Hannesson sem segir frá bardaganum og fleiru sem tengist Geldingaholti kl 14.

Um kvöldið verður Ásbirningablótið í Kakalaskálanum hjá Sigurði Hansen í Kringlumýri og hefst það kl 20.

Þórunn Sigurðardóttir ráðin rannsóknarlektor á handritasviði

Dr. Þórunn Sigurðardóttir hefur verið ráðin rannsóknarlektor á handritasviði við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Gert er ráð fyrir að hún hefji störf í byrjun september.

Þórunn hefur starfað sjálfstætt undanfarin ár og hefur um árabil starfað við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum við rafræna skráningu handrita og við útgáfustörf. Áður starfaði hún m.a. hjá ýmsum stofnunum Háskóla Íslands, The Fiske Icelandic Collection hjá Cornell University, við kennslu og rannsóknir. 

Öll tvímæli um Hús íslenskunnar tekin af á ársfundi Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Á annað hundrað manns sóttu ársfundinn að þessu sinni. Yfirskrift fundarins var Gárur af gögnum og vísaði til þess hversu margt óvænt og frumlegt hefur þróast út frá þeim gögnum sem stofnunin varðveitir. Þegar fundargestir höfðu snætt árbít hófst dagskrá um fjölbreytilegustu efni.

Þorsteinn Pálsson, formaður stjórnar, ávarpaði fundinn.

Guðrún Nordal forstöðumaður fór yfir starfsemi stofnunarinnar á árinu 2015.

 

Ferð erlendra nemenda á leikhús

Nokkrir nemendur sem leggja stund á samnorrænt meistaranám í íslenskum miðaldafræðum við Háskóla Íslands (kennt á ensku) lögðu leið sína í Hörpu í maímánuði. Þar er nú verið að sýna leikrit sem byggir á fjórum tugum Íslendingasagna.

Sýningin er ekki löng þrátt fyrir mikinn efnivið og tekur aðeins 75 mínútur í flutningi.

Það eru þau Lilja Nótt Þórarinsdóttir og Jóhann G. Jóhannsson sem leika öll hlutverkin á ensku. Ólafur Egill Egilsson er leikstjóri.

Lars Lönnroth les fyrir um Njálu

Lars Lönnroth prófessor emeritus við Gautaborgarháskóla kemur til Íslands á vegum Miðaldastofu Háskóla Íslands. Hann heldur fyrirlestur

fimmtudaginn 19. maí, kl. 16.30 í stofu 101 í Odda.

Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir.