Á annað hundrað manns sóttu ársfundinn að þessu sinni. Yfirskrift fundarins var Gárur af gögnum og vísaði til þess hversu margt óvænt og frumlegt hefur þróast út frá þeim gögnum sem stofnunin varðveitir. Þegar fundargestir höfðu snætt árbít hófst dagskrá um fjölbreytilegustu efni.
Þorsteinn Pálsson, formaður stjórnar, ávarpaði fundinn.
Guðrún Nordal forstöðumaður fór yfir starfsemi stofnunarinnar á árinu 2015.