Skip to main content

Fréttir

Samísk sendinefnd kom í heimsókn

Nýverið komu góðir gestir á Laugaveg 13. Málræktarsvið og Nafnfræðisvið tóku á móti fjögurra manna sendinefnd frá Samaþinginu. Þau vinna að málrækt, íðorðaþróun og nafnamálum á samíska málsvæðinu og komu til að fræðast um hliðstæða starfsemi hér á landi í Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. 

 

Á myndinni eru: Lisa Monica Aslaksen, Jóhannes Bjarni Sigtryggsson, Ari Páll Kristinsson, Mika Saijets, Niklas Labba, Anne Britt Klementsen Hætta, Ágústa Þorbergsdóttir og Hallgrímur Jökull Ámundason.