Skip to main content

Fréttir

Fræðslufundur hjá Nafnfræðifélaginu

Esjan. Ljósmyndari: Jóhanna Ólafsdóttir.

 

Fyrsti fræðslufundur ársins verður haldinn

laugardaginn 11. febrúar í stofu 106 í Odda, húsi Háskóla Íslands, og hefst kl. 13.15.

Helgi Skúli Kjartansson sagnfræðingur flytur fyrirlestur sem hann nefnir:

LANDNÁMABÓK OG NAFNFRÆÐI ÞÓRHALLS VILMUNDARSONAR

Í nýútkominni bók Gunnars Karlssonar, Landnám Íslands (Háskólaútgáfan 2016), gerir hann m.a. grein fyrir náttúrunafnakenningu Þórhalls Vilmundarsonar sem um skeið bar einna hæst í fræðilegri umræðu um elstu sögu Íslands. Í tilefni og framhaldi af lýsingu Gunnars hyggst fyrirlesari athuga:

·  hverju Þórhallur heldur fram í kenningu sinni (og hverju ekki, því þar hefur stundum gætt misskilnings);

·  hvernig hún hefur staðist gagnrýni og þar með hvort rétt er að styðjast við hana í rannsóknum (sem fyrirlesari mælir hiklaust með); og

·  hvað af henni má ráða um eðli og gildi Landnámabókar.

 

 Fundurinn er öllum opinn.

 

Helgi Skúli Kjartansson.