Vefgáttin málið.is er nú opin öllum sem vilja leita sér upplýsinga um íslenskt mál. Mikil og góð umferð hefur verið um vefgáttina frá því að forseti Íslands opnaði hana á degi íslenskrar tungu 16. nóvember 2016.
Í þessum fyrsta áfanga hefur fólk möguleika á að leita að orðum úr eftirfarandi gagnasöfnum: Stafsetningarorðabókinni (2. útgáfu), Íslenskri nútímamálsorðabók, Málfarsbankanum, Íðorðabankanum, Íslenskri orðsifjabók, Íslensku orðaneti og Beygingarlýsingu íslensks nútímamáls.
Kynningarmyndband um vefgáttina, sem hér má sjá, var gert í samvinnu við Nýsköpunarmiðstöð Íslands.