Skip to main content

Fréttir

Málið.is er komið í gagnið

Málið.is er ný vefgátt sem birtir upplýsingar um íslenskt mál.

 

Vefgáttin málið.is er nú opin öllum sem vilja leita sér upplýsinga um íslenskt mál. Mikil og góð umferð hefur verið um vefgáttina frá því að forseti Íslands opnaði hana á degi íslenskrar tungu 16. nóvember 2016.

 

Í þessum fyrsta áfanga hefur fólk möguleika á að leita að orðum úr eftirfarandi gagnasöfnum: Stafsetningarorðabókinni (2. útgáfu), Íslenskri nútímamálsorðabók, Málfarsbankanum, Íðorðabankanum, Íslenskri orðsifjabók, Íslensku orðaneti og Beygingarlýsingu íslensks nútímamáls.

 

Kynningarmyndband um vefgáttina, sem hér má sjá, var gert í samvinnu við Nýsköpunarmiðstöð Íslands.