Skip to main content

Fréttir

Dagur íslenskrar tungu er dagur fagnaðar

Á degi íslenskrar tungu verður opnuð vefgáttin málið.is sem Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum hefur unnið að síðustu misseri. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, opnar málið.is sem er vefgátt sem auðveldar almenningi aðgang að gögnum stofnunarinnar um íslenskt mál. Vefgáttin málið.is verður öllum opin, endurgjaldslaus og stækkar og vex að efni og upplýsingum með tímanum. Málið.is er þarfur þjónn þeim sem eru í námi á öllum skólastigum, fólki í ýmsum sérgreinum og öðrum þeim sem unna tungunni og vilja nýta þann hafsjó orða sem í henni býr.

 

Hátíðardagskrá í Björtuloftum í Hörpu (7. hæð)

á degi íslenskrar tungu 16. nóvember 2016 kl. 15–16

 

Ljótikór syngur

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, flytur ávarp

Ari Páll Kristinsson: málið.is – ný vefgátt Árnastofnunar

Forseti Íslands opnar málið.is

Kynningarmyndband um málið.is

Upplestur verðlaunahafa í Stóru upplestrarkeppninni

Ávarp Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningarmálaráðherra

Afhending viðurkenningar á degi íslenskrar tungu

Ávarp viðurkenningarhafa

Upplestur verðlaunahafa í Stóru upplestrarkeppninni

Afhending Verðlauna Jónasar Hallgrímssonar

Ávarp verðlaunahafa

Ljótikór syngur

 

Kynnir: Eva María Jónsdóttir

 

Léttar veitingar í boði mennta- og menningarmálaráðuneytis. 

Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.