Skip to main content

Fréttir

Íslensk málnefnd verðlaunar orðabókarritstjóra

Halldóra Jónsdóttir (önnur frá hægri) og Þórdís Úlfarsdóttir (lengst til hægri) hlutu viðurkenningu fyrir orðabókarvefinn ISLEX á málræktarþingi í nóvember síðastliðnum.

 

Íslensk málnefnd stóð fyrir málræktarþingi þriðjudaginn 15. nóvember 2016. Yfirskrift þingsins var Tungan og netið og voru við þetta tækifæri veittar viðurkenningar nefndarinnar. 

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum fékk viðurkenningu fyrir orðabókarverkefinn ÍSLEX. Þórdís Úlfarsdóttir aðalritstjóri og Halldóra Jónsdóttir, verkefnisstjóri og ritstjóri, tóku við viðurkenningunni.

Einnig hlaut Landsbókasafn viðurkenningu fyrir vefina Tímarit.is og Bækur.is. Kristinn Sigurðsson, yfirmaður upplýsingatækni, og Örn Hrafnkelsson, sviðsstjóri varðveislu og stafrænnar endurgerðar, tóku við viðurkenningunni fyrir hönd safnsins.