Skip to main content

Fréttir

Eintal sálarinnar við sjálfa sig

Háskólaútgáfan gaf nýverið út bókina Eintal sálarinnar við sjálfa sig eftir Þjóðverjann Martin Moller (1547‒1606). Bókin telst til svokallaðra íhugunarrita, þar sem píslargöngu Krists eru gerð skil, hún túlkuð og íhuguð.

Úthlutun úr styrkjum Rannsóknasjóðs 2020

Stjórn Rannsóknasjóðs hefur lokið úthlutun nýrra styrkja fyrir árið 2020. Alls bárust 382 gildar umsóknir í sjóðinn og voru 55 þeirra styrktar eða um 14% umsókna og þar af eru aðeins tveir verkefnisstyrkir á sviði hugvísinda og lista. Annar þeirra tengist verksviði Árnastofnunar og er rannsókn sem Anders Winroth og Viðar Pálsson leiða í samvinnu við Elizabeth Walgenbach. Tvö doktorsverkefni sem tengjast stofnuninni og gögnum hennar fengu brautargengi.

Ný útgáfa Konungsbókar eddukvæða er komin út

Konungsbók er án efa merkasta handrit í eigu Íslendinga. Í þessari nýju útgáfu er staftáknrétt (diplómatísk) útgáfa Konungsbókar en að auki fylgja þrjár ritgerðir. Ritstjórar bókarinnar eru Guðvarður Már Gunnlaugsson, Haraldur Bernharðsson og Vésteinn Ólason.

Snorrastyrkþegar 2020

Í tilefni af 750. ártíð Snorra Sturlusonar, 23. september 1991, ákvað ríkisstjórn Íslands að efna til styrkja sem kenndir yrðu við nafn hans. Samkvæmt reglum um styrkina, sem gefnar voru út 1992, skulu þeir árlega boðnir erlendum rithöfundum, þýðendum og fræðimönnum til að dveljast á Íslandi í því skyni að kynnast sem best íslenskri tungu, menningu og mannlífi. Styrkirnir skulu veittir í þrjá mánuði hið minnsta og miðast við greiðslu á ferðakostnaði styrkþega og dvalarkostnaði innanlands.

Ágústa hjá Íþróttasambandi Íslands
Aukinn áhugi og skilningur á íðorðastarfi

Í haust og vetrarbyrjun hefur verið mikill gangur í íðorðastarfi á Íslandi. Ágústa Þorbergsdóttir, málfræðingur hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og bankastjóri Íðorðabankans, segir að langþráðum áfanga hafi verið náð þegar nýr Íðorðabanki var opnaður á hátíðarfundi í Norræna húsinu 30. október. Þá var því um leið fagnað að heil öld er liðin frá því að fyrsta íðorðanefnd Verkfræðingafélags Íslands tók til starfa. Frú Vigdís Finnbogadóttir, heiðursfélagi í Verkfræðingafélagi Íslands, opnaði íðorðabankann að viðstöddu fjölmenni.

Ráðherra með hinum heiðruðu
Jón G. Friðjónsson og Reykjavíkurdætur heiðruð á degi íslenskrar tungu

Jón G. Friðjónsson, prófessor emerítus við Háskóla Íslands, tók við Verðlaunum Jónasar Hallgrímssonar úr hendi Lilju D. Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, á degi íslenskrar tungu 16. nóvember 2019. Við sama tækifæri veitti ráðherra Reykjavíkurdætrum sérstaka viðurkenningu fyrir að vera rödd tímans með listsköpun sinni.

Í rökstuðningi ráðgjafanefndar ráðherra segir um störf Jóns G. Friðjónssonar í þágu íslenskrar tungu: