Miðvikudaginn 30. október var þess minnst að 100 ár eru liðin frá stofnun fyrstu orðanefndar Verkfræðingafélags Íslands. Fundurinn var haldinn af Verkfræðingafélagi Íslands í samvinnu við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
Bjartur bókaútgáfa hefur sent frá sér bókina Skuggahliðin jólanna í ritstjórn Evu Maríu Jónsdóttur og Rósu Þorsteinsdóttur og með teikningum Óskars Jónassonar. Bókinni er þannig lýst á bókarkápu:
Á Vísindavöku Rannís þann 28. september sl. gafst gestum sem heimsóttu bás Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum kostur á að skrifa orð sinnar kynslóðar upp á töflu. Verkefnið vakti mikla athygli og komu rúmlega tvö hundruð manns við og skrifuðu orð sem þeir tengdu helst við sína jafnaldra. Þarna mátti meðal annars sjá gömul tískuorð eins og skvísa, steiktur, glætan, ýkt, hellað og mergjað, en einnig ný tískuorð eins og yeet, jess, ait (stytting á alright)og að flexa.
Alþjóðleg ráðstefna í tilefni af 200 ára afmæli Jóns Árnasonar verður haldin 17. og 18. október í Norræna húsinu. Innlendir og erlendir fræðimenn munu fjalla um þjóðsögur og ævintýri og miðlun þeirra.
Tímarit Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Orð og tunga, er nú gefið út rafrænt samhliða prentaðri útgáfu. Síðustu fimm árgangar eru nú þegar aðgengilegir á nýrri vefsíðu tímaritsins og von er á fleirum á næstu vikum. Tímaritið hefur komið út frá árinu 1988 og á vefsíðunni má því nálgast fjölmargar áhugaverðar greinar um t.d. orðfræði, nafnfræði, íðorðafræði, orðabókafræði, málræktarfræði og rannsóknir á málstefnu. Nýja vefsíðan auðveldar aðgengi notenda að því efni sem birst hefur í tímaritinu og gerir höfundum og notendum kleift að koma greinum á framfæri, t.d.
Sænski þýðandinn, prófessorinn og fræðimaðurinn Mats Malm, sem nú gegnir stöðu ritara sænsku akademíunnar, flutti Sigurðar Nordals fyrirlestur á afmælisdegi þess síðarnefnda, 14. september 2019.
Norræna húsið var þétt setið þegar fyrirlesturinn „Alexander den store i isländsk och svensk medeltid“ var fluttur.
Hér fyrir neðan má sjá fyrirlesturinn í heild sinni auk frekari upplýsinga um fyrirlesarann.