Skip to main content

Fréttir

Sýnisbók íslenskrar skriftar aðgengileg á Handritahirslunni

Kennslubókin Sýnisbók íslenskrar skriftar er nú aðgengileg á Handritahirslunni. 

Bókin spannar sögu latneskrar skriftar á Íslandi frá upphafi fram til loka 19. aldar en þá breiddist út snarhönd sem kennd var í skólum langt fram eftir 20. öld. Að sjálfsögðu er erfitt að segja til um hvenær Íslendingar hófu að skrifa latneska skrift með fjöður og bleki á bókfelli, en elstu brot úr handritum sem varðveist hafa og er hægt að tengja við Ísland eru frá um 1100.

Reynt er að dreifa sýnishornunum nokkuð jafnt yfir tímabilið – eða tíu frá hverri öld –, en það tókst þó ekki alveg vegna þess að fá handrit eru varðveitt frá 12. öld. Á móti kemur að margar skriftartegundir voru í notkun á 17. og 18. öld og frá 14. öld eru varðveitt mörg merkileg handrit sem ástæða þótti til að hafa sýnishorn úr.

Sýnisbók íslenskrar skriftar