Starfsmenn Árnastofnunar og Íslenskudeildar Háskóla Íslands heimsóttu nýlega byggingarsvæði Húss íslenskunnar en húsið mun verða framtíðarstarfstöð þeirra. Arkitektar og starfsmenn Ístaks og Framkvæmdasýslu ríkisins tóku á móti starfsfólki og gengu um svæðið.
Í húsinu verður miðstöð rannsókna og kennslu í íslenskum fræðum: tungu, bókmenntum og sögu. Þar verða einnig handritin hýst og rannsóknarbókasafn stofnunarinnar auk sýningarrýmis fyrir almenning.
Byggingin er farin að taka á sig mynd og verkinu miðar vel áfram en áætluð verklok eru seinni hluta árs 2023.