Skip to main content

Fréttir

Árnastofnun hefur samþykkt stefnu um opinn aðgang

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum hefur mótað og samþykkt stefnu um opinn aðgang og opin gögn. Með opnum aðgangi er átt við að hver sem er geti kynnt sér efni eða lesið bækur og greinar í gegnum opinn vefaðgang.

Opinn aðgangur nær til:

Tímarita stofnunarinnar
Útgefinna bóka
Greina starfsmanna
Gagnasafna

Með opnum gögnum er ekki aðeins átt við að almenningi sé veittur aðgangur að gögnunum heldur að hver sem er geti notað, umbreytt og deilt þeim með hvaða hætti sem er. Þannig má hámarka aðgang og nýtingu á gögnunum.

Sjá stefnuna hér.