Skip to main content

Fréttir

Ársskýrsla Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum 2019

Ársskýrsla Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum fyrir árið 2019 var kynnt með óvenjulegum hætti að þessu sinni. Sökum COVID-19 faraldursins var ársfundi stofnunarinnar aflýst í ár þar sem ekki var hægt að tryggja nægilega fjarlægð á milli gesta. Forstöðumaður Árnastofnunar fór því í heimsókn í mennta- og menningarmálaráðuneytið ásamt nokkrum starfsmönnum og afhenti ráðherra eintak af skýrslunni.

Einnig kynntu starfsmenn ráðherra nokkur verkefni stofnunarinnar sem eru á döfinni um þessar mundir. Emily Lethbridge rannsóknarlektor kynnti Nafnið.is, Trausti Dagsson forritari kynnti aukna notkunarmöguleika og breytt útlit gagnagrunna stofnunarinnar og Eva María Jónsdóttir sagði frá verkefninu Handritin til barnanna og kynnti Snorra Másson og Jakob Birgisson til leiks en þeir munu ferðast um landið og fræða grunnskólabörn um handritin.

Ársskýrsla 2019

Skýrsluna má einnig lesa hér.