Skip to main content

Fréttir

Málþing um kynhlutlaust mál - Upptökur af fyrirlestrum

Undanfarin ár hefur skapast mikil umræða í íslensku samfélagi um kyn og hvernig félagslegar hugmyndir um kyn endurspeglast í íslensku máli, ekki síst frá málfræðilegu sjónarhorni. Þá hafa einnig orðið breytingar og tilbrigðum hefur fjölgað í notkun málfræðilegs kyns í máli fólks en æ fleiri málhafar reyna nú að færa mál sitt meira í átt til kynhlutlausara máls á einn eða annan hátt. Þessi þróun er að mestu leyti sprottin úr grasrótinni, enda tengist hún réttindabaráttu m.a.

Styrkir til orðabókarverkefna
Missing media item.

Á undanförnum tveimur árum hefur veforðabókin ISLEX (islex.is) stækkað um 5400 orð. Orðaforðinn kemur úr ýmsum áttum en áberandi eru orð úr heilbrigðismálum, umhverfismálum, ferðamálum og lífsstíl, s.s. matarorð. Dæmi um orð sem bæst hafa við eru augnaðgerð, gáttatif, hjarðónæmi, umhverfisvottun, kolefnisbinding, orkuskipti, vindorkuver, hleðslustöð, jöklaferð, útsýnisflug, matarmenning, andabringa, kókosolía, graskersfræ.