Starfsmenn Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum hafa umsjón með Menningar- og minningarsjóði Mette Magnussen og gefa út til gamans fjölrituð smárit til heiðurs samstarfsmönnum sínum og öðrum kollegum er þeir eiga merkisafmæli.
Nýlega hafa komið út tvö rit á vegum Mettusjóðs: Bókavarða hlaðin Guðnýju Ragnarsdóttur sextugri 9. janúar 2023 og Fjörutíu þankastrik opinberuð Jóhannesi B. Sigtryggssyni fimmtugum 15. janúar 2023. Í báðum ritunum er fjöldi stuttra en skemmtilegra greina til heiðurs afmælisbörnunum. Flestir höfundanna eru núverandi eða fyrrverandi starfsmenn Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
Umsjón með útgáfu Bókavörðu höfðu Gísli Sigurðsson og Rósa Þorsteinsdóttir.
Um Fjörutíu þankastrik sáu Ari Páll Kristinsson, Ágústa Þorbergsdóttir, Haraldur Bernharðsson og Þórdís Úlfarsdóttir. Sigurður Stefán Jónsson hannaði kápuna.
Örfá eintök eru í boði í almennri sölu. Bókavarða kostar 1.000 krónur og Fjörutíu þankastrik kosta 2.000 krónur.
Áhugasamir hafi samband við Rósu Þorsteinsdóttur, rosa.thorsteinsdottir@arnastofnun.is.