Skip to main content

Fréttir

Heimsókn nemenda frá Humboldt-háskóla í Berlín

Þrettán nemendur í norrænum fræðum og íslensku við Humboldt-háskóla í Berlín heimsóttu Árnastofnun á dögunum. Ferð þeirra til Íslands var farin í tengslum við námskeið í hlaðvarpsgerð þar sem áhersla er lögð á talþjálfun, framburð og einkenni talmáls. Í námskeiðinu hafa nemendurnir unnið nokkur hlaðvörp í hópum um ólík efni sem tengjast Íslandi og íslenskri menningu.

Nemendurnir heimsóttu starfsstöð Árnastofnunar við Laugaveg þar sem þau fengu kynningu á kennslu í íslensku sem öðru máli í gegnum tíðina. Einnig litu þau við í Árnagarði en þar fengu þau að virða fyrir sér nokkur vel valin handrit.

 

Ní nemendur sitja beggja vegna borðs sem á eru fjögur handrit undir glerkössum.
Mynd/SSJ
Beeke Stegmann fræðir nemendahópinn um handrit á Árnastofnun.
Hópur af ungu fólki með fjöll í baksýn
Mynd/Laufey Guðnadóttir
Allur hópurinn saman í göngu.